Hópferð á fornbílum

Agnar á Miklabæ og Ragnar í Hátúni í Skagafirði ætla að efna til hópferðar á gömlum bílum á sjálfan þjóðhátíðardaginn, 17. júní. Hefst ferðin í Varmahlíð klukkan 10 að morgni dags. Eru allir sem eiga fornbíla 25 ára eða eldri, boðnir velkomnir með í ferðina.

Ferðin hefst sem fyrr segir í Varmahlíð kl. 10 en þaðan verður ekið að Miklabæ og hlýtt á messu kl. 11. Frá Miklabæ verður ekið í Héðinsminni og snædd hressing. Þá verður ekið út Blönduhlíð og alla leið á Hofsós, ef veður verður gott. Loks verður ekið til baka um Hegranes á Krókinn og ef enn liggur vel á hópnum verður litið inn í Maddömukoti á Sauðárkróki.

Fleiri fréttir