Horfðu á Atvinnupúlsinn í Skagafirði á feykir.is

Frá Sauðárkróki. MYND: ÓAB
Frá Sauðárkróki. MYND: ÓAB

Atvinnupúlsinn í Skagafirði var frumsýndur á sjónvarpsstöðinni N4 nú í vikunni en alls verða gerðir átta þættir, þar sem rætt er við fólk í atvinnulífinu  og farið í heimsóknir til fyrirtækja og stofnana í firðinum. Feykir.is er nú kominn með hlekk á þáttinn en umsjónarmenn þáttanna eru þau María Björk Ingvadóttir og Karl Eskil Pálsson.

Í fyrsta þættinum er rætt við sveitarstjóra Sveitarfélagsins Skagafjarðar og formann Öldunnar stéttarfélags, þá er Trésmiðjan Borg heimsótt, einnig Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra og Verið Vísindagarðar.

Smelltu hér til að horfa á þáttinn >

Fleiri fréttir