Hreindís Ylva er nýr formaður Ungra vinstri grænna
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
05.09.2018
kl. 16.07
Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm var kjörin nýr formaður Ungra vinstri grænna á landsfundi hreyfingarinnar sem fram fór í Hafnarfirði um helgina. Í Ungum vinstri grænum eru starfandi tvær stjórnir; framkvæmdastjórn sem sér um daglegan rekstur hreyfingarinnar og við hana bætist landstjórn sem er æðsta vald milli landsfunda.
Fráfarandi formaður UVG er Gyða Dröfn Hjaltadóttir og hún á áfram sæti í landsstjórninni.
Þessi hafa tekið sæti í stjórnum UVG:
Framkvæmdastjórn:
Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm, formaður
Andrea Ósk Sigurbjörnsdóttir
Dagrún Ósk Jónsdóttir
Elva Hrönn Hjartardóttir
Ólína Lind Sigurðardóttir
Sigrún Birna Steinarsdóttir
Þórólfur Sigurðsson
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.