Hreinsunarátak á Blönduósi næstu daga

Frá Blönduósi. Mynd:FE
Frá Blönduósi. Mynd:FE

Blönduósbær hvetur á heimasíðu sinni íbúa og fyrirtæki til sameiginlegs átaks í hreinsun í sínu nærumhverfi. Næstu tvær vikur býðst eigendum bíla og stærri málmhluta aðstoð við að færa þá til förgunar, eigendum að kostnaðarlausu.

Eru þeir sem vilja nýta sér átakið beðnir að láta vita á netfangið: blonduos@blonduos.is fyrir 5. júní nk. þar sem fram koma upplýsingar um hvað á að fjarlægja, hvar það stendur og hver sé eigandinn.
Gámaplanið er opið þrisvar í viku, mánudaga og miðvikudaga frá kl. 15:00-17:30 og á laugardögum frá kl. 13:00-17:00. Mánudaginn 1. júní, annan í hvítasunnu, verður aukaopnun frá kl. 13.00-17:00.  Íbúar verða aðstoðaðir við að flokka úrgang á gámaplaninu og ef veður leyfir verður boðið upp á kaffi og kleinur laugardaginn 30. maí og mánudaginn 1. júní. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir