Hross í oss í Selasetrinu
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla, Listir og menning
11.11.2014
kl. 09.23
Á dögunum fékk kvikmynd Benedikts Erlingssonar, Hross í oss, kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs. Af því tilefni hefur verið efnt til sýningar á þessari margverðlaunuðu mynd í sýningarsal Selasetursins á Hvammstanga miðvikudaginn 19. nóvember kl. 20:30.
Á facebook síðu Selasetursins er vakin athygli á því að myndin er bönnuð innan 12 ára. Miðaverð er 1500 kr. Miðapantanir með tölvupósti á netfangið info@selasetur.is eða í síma 862 1340.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.