Hrossaeigendur á Sauðárkróki athugið !

MYND SKAGAFJÖRÐUR
MYND SKAGAFJÖRÐUR

Á vef Skagafjarðar segir að þeir sem hafa haft bletti innan bæjarlandsins, til þrifabeitar fyrir hross, eru beðnir að hafa samband við Kára Gunnarsson þjónustufulltrúa landbúnaðarmála, óski þeir eftir að fá sömu skika til þrifabeitar í sumar.

Gerðir verða skriflegir samningar við aðila, þar sem fram komi staðsetning skika, hrossafjöldi, tryggingar o.s.f.v. Þeir sem ekki hafa haft skika til afnota geta sent inn umsókn og verður dregið milli umsækjenda, sæki fleiri en einn um sama blett.

Umsóknir sendist á kari@skagafjordur.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir