Hrossasaltkjötsveisla í Torfgarði
feykir.is
Skagafjörður, Listir og menning
21.11.2014
kl. 11.35
Hrossasaltkjötsveisla verður haldinn í félagsheimilinu Torfgarði föstudaginn 28. nóvember kl. 19:00. „Sigurður Hansen og Ingimar Jónsson þjóna til borðs. Komum og eigum góða kvöldstund saman,“ segir í auglýsingu í Sjónhorninu.
Borðapantanir eru til 26. nóvember kl. 17 hjá Agnari í síma 453 8276 eða 895 4123 og Jónínu 453 8208 eða 864 8208. Verð er 2000 kr. á mann en ekki 3500 kr. eins og segir í Sjónhorni vikunnar. Ekki er tekið við greiðslukortum.