Hrútakosturinn með því besta sem verið hefur.

Steinunn Anna Halldórsdóttir ráðunautur skoðar hér niðurstöðurnar á ómsjánni, með henni er Fljótabændurnir Viðar á Hraunum og Egill á Minni-Reykjum.  mynd Öþ:

Nú ligja fyrir niðurstöður úr lambaskoðun haustsins í Skagafirði. Samkvæmt þeim virðist hrútakostur í héraðinu með því besta sem verið hefur, yfir 50 lambhrútar  mældust með 85 stig eða meira. Eins og undanfarin ár voru hrútar frá Syðra-Skörðugili í efstu sætunum.
Sá sem hæst dæmdist var með 87.5 stig og var undan Kropp frá Hagalandi í Þistilfirði. Sá í öðru sæti var frá sama bæ  heimaalinn með 87 stig . Sá  þriðji í röðinni var með sama stigafjölda einnig undan Hvelli.  Þess má geta að níu hrútar fengu 86.5 stig eða meira og voru átta þeirra frá Syðra-Skörðugili en Keldudalsbúið átti þann sem var fjórði í röðinni.
Af veturgömlum stóð eftur Stormur fá Syðra-Skörðugili sem er undan Hvelli frá Borgarfelli. Stormur var með 87 stig og reyndist hafa einn þykkasta bakvöðva sem mælst hefur í héraðinu eða 40 millimetra. Næstur í röð varð Bylur frá Hóli  í Sæmundarhlíð sem er einnig Hvellssonur. Bylur var með 87 stig.Þriðji með 86.5 stig var svo Róni frá Syðra-Skörðugili,sem er undan hinum eftirsótta kynbótagrip Rafti frá Hest. Þess má geta þegar stig eru jöfn ráða stig fyrir bak, malir og læri ásamt bakvöðvaþykkt röðun í sæti.  Þess má að lokum geta að um 4000 gimbrar voru skoðaðar í héraðinu í haust. Meðalþungi þeirra var 41 kíló og bakvöðvaþykkt að jafnaði 26.6 mm. Þetta er hvortveggja það mesta sem mælst hefur til þessa, en vænleiki í haust var reyndar með því besta sem verið hefur til þessa.    ÖÞ

Fleiri fréttir