Hugrún Sif endurráðin skólastjóri við Tónlistarskóla Austur-Húnvetninga

Hugrún Sif. Mynd úr einkasafni.
Hugrún Sif. Mynd úr einkasafni.
Á fundi Byggðasamlags um Tónlistarskóla í Austur-Húnavatnssýslu þann 3. júní sl. var gengið frá endurráðningu Hugrúnar Sifjar Hallgrímsdóttur í starf skólastjóra við skólann. Hugrún Sif var ráðin til starfans til eins árs sl. vor og var staðan því auglýst að nýju.
 
Í tilkynningu frá Tónlistarskólanum segir að Hugrún Sif hafi fjölbreytta reynslu á sviði tónlistar. Hún lauk B.ed. prófi með tónmennt sem kjörsvið frá Kennaraháskóla Íslands árið 2004 og starfaði sjálfstætt til fjölda ára við alls konar tónlistartengd verkefni. Hún hefur verið kennari við Tónlistarskóla Austur-Húnavatnssýslu frá árinu 2004 og hefur stjórnað kór Hólaneskirkju og leikið á orgel þar frá árinu 2006. Hugrún stundar nú, jafnframt starfi skólastjóra, nám við Tónskóla Þjóðkirkjunnar og hyggst ljúka kirkjuorganistaprófi vorið 2020.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir