Skólahreysti hefst í dag
Fyrstu tveir riðlar í Skólahreysti 2025 verða í dag miðvikudaginn 30. apríl á Akureyri og fara þeir fram í Íþróttahöllinni kl. 17.00 og kl. 20.00 í beinni útsendingu á RÚV. Í fyrri riðli kvöldsins keppa þrír skólar af Norðurlandi vestra , það eru Árskóli, Varmahlíðarskóli og Gr. Húnaþings vestra. Alls keppa átta skólar í heildina í fyrri riðli dagsins.
Keppendur Árskóla eru þau: Atli Fannar Andrésson, Caitlynn Morrie S. Mortola, Ísidór Sölvi Sveinþórsson og Súsanna Guðlaug Halldórsdóttir. Varamenn eru þau Harpa Sif Hreiðarsdóttir og Helgi Sigurjón Gíslason.
Keppendur Varmahlíðarskóla eru þau Marey Kristjánsdóttir, Sigurbjörg Inga Sigfúsdóttir, Friðrik Logi Haukstein Knútsson, Haraldur Hjalti L. Bjarnason og Iðunn Kolka Gísladóttir.
Keppendur Gr. Húnaþings vestra eru þau Hafþór Ingi Sigurðsson, Daníel Rafn Kjartansson, Inga Lena Apel Ingadóttir og Jóhanna Guðrún Jóhannsdóttir.
Við óskum að sjálfsögðu krökkunum góðs gengis og hvetjum alla til að horfa í dag og kvöld.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.