Hugsanleg bið á Feyki og Sjónhorni vegna ófærðar og veðurs

Vegna veðurs er líklegt að ekki náist að dreifa Sjónhorninu og Feyki í dag eins og venja er. Mun starfsmaður Nýprents reyna að koma blöðunum til þeirra fyrirtækja og blaðburðarkrakka sem fært er til, en ekki verður ætlast til þess að blaðburðarkrakkarnir fari af stað fyrr en veðrið er gengið niður.

Mælir starfsfólk Nýprents og Feykis eindregið með því að fólk fari sér hægt í dag, sé ekki mikið að rúnta um bæinn að óþörfu og hiti sér frekar kakó og púsli með heimilisfólkinu og njóti þess að hafa það kósí.

Fleiri fréttir