Hugsanlegar leiðir til öflunar á heitu vatni fyrir Hjaltadal, Óslandshlíð og Viðvíkursveit skoðaðar

Leit að heitu vatni tókst framar vonum í Fljótum árið 2016.
Leit að heitu vatni tókst framar vonum í Fljótum árið 2016.

Samkvæmt fimm ára framkvæmdaáætlun Skagafjarðarveitna, sem samþykkt var í maí 2014, átti að ráðast í hitaveitu í Óslandshlíð og Viðvíkursveit á árunum 2018 og 2019. Þeim hefur hins vegar verið frestað ásamt fyrirhuguðum framkvæmdum í Hjaltadal en farið var yfir ástæður þess á fyrsta fundi nýrrar veitunefndar Svf. Skagafjarðar þann 5. júlí sl. og kynntar mögulegar útfærslur á hitaveitu um svæðið.

Að sögn Indriða Þórs Einarssonar, sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs gerði áætlunin ráð fyrir því að hægt væri að auka vinnslu úr borholum í Hrolleifsdal til að stækka veitusvæðið. Prufudælingar úr holum SK-28 og SK-32 í Hrolleifsdal sem framkvæmdar voru haustið 2014 og svo aftur á vormánuðum 2017 voru gerðar í samráði við sérfræðinga hjá ÍSOR (Íslenskum Orkurannsóknum) sem unnu í kjölfarið reiknilíkan af jarðhitakerfinu til að meta möguleg afköst þess.

„Líkanareikningarnir gefa það til kynna að vinnslugeta jarðhitakerfisins sé ekki nægjanleg til að stækka veitusvæðið eins og vonast hafði verið til og var hitaveituframkvæmdum þ.a.l. slegið á frest. Haldin var kynningarfundur fyrir íbúa svæðisins í febrúar sl. þar sem farið var yfir stöðu mála en verið er að skoða aðra möguleika til öflunar á heitu vatni fyrir umrætt svæði,“ segir Indriði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir