Húnabjörgin sækir vélarvana bát
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
21.05.2010
kl. 13.50
Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Skagaströnd, Húnabjörgin, var kölluð út fyrir stundu vegna vélarvana báts sem staddur er í Birgisvíkurpollinum sem er sunnan við Gjögur.
Báturinn er 20 tonna netabátur og eru tveir menn um borð. Blíðskaparveður á svæðinu og ekki talin mikil hætta á ferðum samkvæmt vef Landsbjargar.
Húnabjörgin er með bátinn í togi og mun draga hann til hafnar á Skagaströnd.