Húnahornið auglýsir eftir tilnefningum um mann ársins 2014 í A-Hún

Líkt og undanfarin ár auglýsir Húnahornið eftir tilnefningum um mann ársins í Austur-Húnavatnssýslu. Á Húna.is kemur fram að tilgreina skuli nafn í gegnum þar til gerðan rafrænan atkvæðaseðil en hver og einn getur aðeins sent inn eina tilnefningu. Gera skal stutta grein fyrir viðkomandi einstaklingi og rökstyðja valið á einhvern hátt.

Maður ársins í Austur-Húnavatnssýslu getur verið einn einstaklingur eða hópur manna. Valið stendur til miðnættis 23. janúar næstkomandi og verða úrslit kynnt á Þorrablóti Vökukvenna á Blönduósi, laugardaginn 24. janúar.

„Allir lesendur Húnahornsins eru hvattir til að taka þátt í valinu ,“ segir á vefnum.

Fleiri fréttir