Húnar á Víðidalstunguheiði

Útivist og björgunarsveit, en það er áfangi sem Björgunarsveitin Húnar í samvinnu við Grunnskóla Húnaþings vestra standa að,  lauk um helgina.

Farið var með krakkana í ferð á Víðidalstunguheiði þar sem hópurinn fékk að kynnast fjölbreytileika íslenska veðursins í ferðinni. Farið var upp frá Hrappstöðum í Víðidal og ekinn hringur og komið niður hjá Kamphól í Fitjárdal. Er komið var á Hvammstanga var dagurinn kláraður með því að tekin var létt sigæfing á brúnni yfir Syðri-Hvammsá.

Mynd. Björgunasveitin Húnar

Fleiri fréttir