Húnar aðstoða ferðafólk á Vatnsnesinu

Björgunarsveitin Húnar var kölluð út síðasta föstudag, 11. júlí, til að aðstoða ferðafólk sem var að fara Vatnsneshringinn, en við Hvol í Vesturhópi hafði húsbíllinn þeirra lent utan vegar.

Fram kemur á vef björgunarsveitarinnar að vel hafi gengið að ná bílnum upp, en því hafi vart verið lokið þegar önnur aðstoðarbeiðni barst. Þá höfðu ferðamenn lent utan vegar rétt utan við Ósa á pallbíl með camperhúsi á. Björgunarsveitarmenn drifu sig af stað og ekki mátti tæpara standa þar sem við lá að bíllinn myndi velta.

Er þetta nú í fimmta sinn á stuttum tíma sem björgunarsveitin er kölluð út til að aðstoða ferðamenn sem lent hafa í ógöngum á bílum sínum á Vatnsnesinu.

Fleiri fréttir