Húnavaka eftir viku
Aðeins vika er í að blásið verði til hátíðarhalda á Blönduósi þegar árleg Húnavaka mun fara þar fram. Um fjölskyldu og bæjarhátíð er að ræða og ljóst að allir ætti þar að finna eitthvað við sitt hæfi á milli þess sem þeir leika sér í nýrri og glæsilegri sundlaug bæjarins.
Gói og Halli munu sjá um að kynna fjölskylduskemmtun og kvöldvöku, Hellisbúinn verður sýndur í Félagsheimilinu og Ingó Veðurguð kemur í heimsókn. Þá verður Sálin hans Jóns míns með stórdansleik á laugardagskvöldinu. Að auki kom fram Ari Eldjárn, uppistandari og eftirherma, og Bjartmar Guðlaugsson.
Gaman er frá því að segja að á Blönduósi er eitt af glæsilegri tjaldstæðum landsins og því ætti ferðafólk að hugleiða alvarlega að eyða helginni 16. – 18. júlí á Blönduósi.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.