Húnavatnshreppur háður framlagi frá Jöfnunarsjóði

Sveitarstjórn Húnavatnshrepps fékk á fundi sínum á dögunum kynningu á ársreikninga sveitarfélagsins fyrir árið 2008. Rekstrarhagnaður samstæðu A og B hluta er rúmar 23 millj.kr.
Kristján Jónasson,  endurskoðandi frá KPMG, kynnti ársreikninginn. Í máli Kristjáns kom fram að rekstrarhagnaður samstæðu A og B hluta er rúmar 23 millj.kr. Þóra Sverrisdóttir og Halldór Guðmundsson gerðu grein fyrir vinnu við skoðun á bókhaldsgögnum og ráðstöfun fjármuna.
Bentu þau á hve sveitarfélagið er háð framlögum frá Jöfnunarsjóði. Auka þurfi aðhald í kostnaði vegna skólaaksturs. Fara þurfi ofaní launamál og mannahald sveitarfélagsins. Töldu þau ársreikninginn réttan og mæltu með því að hann yrði samþykktur. Fyrri umræða um ársreikning sveitarfélagsins fer fram á næsta fundi hreppsnefndar

Fleiri fréttir