Hundar í óskilum

Tveir hundar af "íslensku bergi brotnir" eru nú í haldi Lögreglunnar á Sauðárkróki eftir að þeir voru handsamaðir fyrr í dag í Hlíðarhverfi. Eigendur þeirra eru beðnir um að bregðast skjótt við og sækja þá á Lögreglustöðina.

 Lögreglan telur líklegt að hundarnir komi frá einhverjum sveitabæ í nágrenni Sauðárkróks. Þeir eru með ól um hálsinn ekki ekki merktir frekar.

Þeir sem kannast við hundana eða eigendur þeirra eru beðnir um að bregðast skjótt við því ef þeirra verður ekki vitjað innan skamms er hætta á að gripið verði til viðeigandi ráðstafana og þeir svæfðir. Sími Lögreglunnar er 455-3366

Fleiri fréttir