Hús frítímans

Í dag tóku eldri borgarar forskot á sæluna og héldu bingó í nýjum húsakynnum í Húsi frítímans. Var fjölmenni mikið og almenn ánægja með þessa nýju og glæsilegu aðstöðu sem á eftir að nýtast öllum þeim sem áhuga hafa, jafnt yngstu sem elstu kynslóðinni.

Eftir er að fullklára húsið en aðalsalurinn er klár þar sem bingóið fór fram. Þeir sem ekki tóku þátt í bingóinu í dag settust við spil og tóku bidds  eða vist. Húsið verður formlega vígt eftir tvær vikur.

Eftirfarandi myndir voru teknar í dag

        

Fleiri fréttir