Hús frítímans vígt í gær
feykir.is
Skagafjörður
06.03.2009
kl. 08.22
Hús frítímans var vígt við hátíðlega athöfn seinni partinn í gær. Í upphafi athafnarinnar var húsið formlega fært í hendur frístundadeildar. Því næst var skrúðaganga frá Fjölbrautaskóla að Húsi frítímans. Það voru síðan fulltrúar eldriborgara, grunnskóla- og framhaldsskólanema sem klipptu á sjálfan borðann og opnuðu þar með húsið formlega.
Húsakynnin eru hin glæsilegustu en starfsemi hefur verið í húsinu undanfarnar vikur. Húsinu er ætlað að sinna þörfum frítímans hjá öllum aldursflokkur og var í gær ekki annað að sjá en almenn ánægja ríkti með aðstöðuna.
Eftir ræðuhöld og formlegheit tóku tónlistaratriði öll völd og skemmtu viðstaddir sér saman fram eftir kvöldi.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.