Húsvíkingar heimsækja Stóla í Mjólkurbikarnum
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir, Lokað efni
11.04.2025
kl. 15.45
Á morgun, laugardaginn 12. apríl kl. 14:00, verður flautað til leiks á Sauðárkróksvelli en þá taka Tindastólsmenn á móti liði Völsungs frá Húsavík í 2. umferð Mjólkurbikarsins. Tindastólsmenn tefla fram liði í 3. deild Íslandsmótsins en Húsvíkingar gerðu sér lítið fyrir í fyrra og tryggðu sér sæti í Lengjudeildinni (1. deild) og því ætti að öllu jöfnu að vera talsverður getumunur á liðunum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.