Hvað á stöðin að heita?

Frá Hvammstanga.

Umhverfisstjóri Húnaþings vestra hefur kallað eftir nafnatillögum á nýja sorpmóttök- og flokkunarstöð sveitarfélagsins. Stöðin er staðsett á  Höfðabraut 34a á Hvammstanga. Þar mun verða móttaka fyrir hverskyns úrgang frá almenningi og fyrirtækjum og verða þar staðsettir gámar fyrir flokkaðan gjaldfrían úrgang.

Þeim sem hafa góðar tillögur að nafni er bent á að senda tillögur sínar á  umhverfisstjori@hunathing.is  eða koma þeim í umslagi í Ráðhúsið að Hvammstangabraut 5 á Hvammstanga.

Fleiri fréttir