Hvað gerir manneskju hamingjusama?

Rannsóknir hafa ítrekað sýnt að stærsti þátturinn í hamingju einstaklinga eru gæði félagslegra tengsla. Samskiptin við vini þína og fjölskyldu eru það sem hafa mest áhrif á hve hamingjusamur þú ert. Dale Carnegie hefur í heila öld byggt sitt starf á því að kenna góð samskipti.

Hér fyrir neðan eru níu af þeim samskiptareglum sem kenndar eru á námskeiðum Dale Carnegie:

  1. Ekki gag

    Dale Carnegie

    nrýna, fordæma eða kvartaGagnrýni á samferðamenn okkar skaðar ekki einungis sjálfsímynd þeirra heldur einnig okkar eigin.

  2. Vertu heiðarlegur og einlægur í viðurkenningu þinniÞegar öllu er á botninn hvolft krefjast störf okkar samvinnu og viðleitni annarra. Aðrir stuðla jafnmikið að okkar velgengni og við að þeirra. Af hverju ekki að viðurkenna það og hrósa fólki fyrir vel unnin störf?
  3. Vektu ákafa löngun hjá öðrum:Við erum stöðugt að selja hugmyndir okkar í starfi. Fólk gerir hluti á eigin forsendum, ekki okkar.
  4. Sýndu öðrum einlægan áhuga:fólkið í kringum þig er auðlind í sjálfu sér. Ekki falla í þá gryfju að kynnast fólki til þess eins að hagnast á því.
  5. Brostu:hvort það er þægilegt að vera í kringum okkur er ekki háð aðstæðum heldur hegðun okkar.
  6. Mundu að nafn hverrar manneskju er henni það mikilvægasta og hljómfegursta í heimi:Virðing og traust getur áunnist með eins eiföldum hlut og að muna nafn viðmælandans og nota það þegar við á í samræðum.
  7. Vertu góður áheyrandi. Hvettu aðra til að tala um sjálfa sig:Hvernig við hlustum segir heilmikið um hugsanir okkar. Við verðum að gefa okkur öll í að hlusta.
  8. Hagaðu máli þínu eftir áhugasviði þess sem þú ræðir við:Við verjum mestum tíma okkar í að hugsa um okkur sjálf. Hvernig væri að ýta því til hliðar um stund og styrkja sambandið við aðra með því að tala um það sem þeir eru að hugsa.
  9. Láttu viðmælanda þínum finnast hann vera mikilvægur - og vertu einlægur í viðleitni þinni: Þetta atriði er sá þáttur í samskiptum okkar við aðra sem sýnir að við metum framlag þeirra og auðveldar okkur að byggja upp tengsl.

Helgina 23. til 25. maí verður þriggja daga Dale Carnegie námskeið haldið á Sauðárkrók. Á námskeiðinu læra þátttakendur að byggja upp traust sambönd, hafa stjórn á áhyggjum og streitu og að takast á við æ örari og stærri breytingar. Síðast en ekki síst hjálpar námskeiðið þér að fagna áskorunum og breytingum með sjálfstrausti og eldmóði.

Frekari upplýsingar má finna á www.dalecarnegie.is

/Fréttatilkynning

Fleiri fréttir