Hvað varð um Helgu? - Út í nóttina

Komin er út bókin Út í nóttina eftir Sigurð H. Pétursson. Út í nóttina er spennusaga, 156 bls. sem gerist í afskekktu héraði á Norðurlandi. Höfundur er dýralæknir og hefur búið og starfað sem héraðsdýralæknir í Austur Húnavatnssýslu síðan 1973 og útgefandi er Bókaútgáfan Merkjalæk sem er staðsett í Svínadal í Austur-Húnavatnssýslu.

Sagan gerist í afskekktu héraði á Norðurlandi þar sem Helga, 15 ára, fer af stað úr skólanum í myrkri og ætlar að ganga heim. Þegar hún skilar sér ekki heim upphefst mikil en árangurslaus leit. Hvað varð um Helgu?
Láki lögga stýrir rannsókninni á hvarfi Helgu með hjálp góðra manna. Málið skekur allt héraðið og allir eru boðnir og búnir til að finna Helgu.
Bókin verður til fyrir jól í nokkrum bókabúðum á Höfuðborgarsvæðinu og á Norðurlandi vestra. Auk þess má fá hana hjá útgefanda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir