Hvalur skammt undan landi

Þegar Kristín Snæland var á göngu á Borgarsandi við Sauðárkrók upp úr hádegi í dag ásamt tveimur vinkonum sínum og hundum sást þessi hvalur leika listir sínar skammt undan landi.

Sáu þær hann nokkrum sinnum koma upp en síðan hvarf hann sjónum. Ekki tókst þeim stöllum að greina hvaða tegund um væri að ræða en hann sást býsna vel frá landi og náði Kristín meðfylgjandi mynd á símann sinn.

Fleiri fréttir