Hvar er mjúki maðurinn? - Lýst er eftir Vigni Kjartanssyni !
Æðstaráð Molduxanna lýsir eftir Vigni Kjartanssyni, vara bakverði félagsins. Hann er stútungsmaður á hæð, andlitsdrættir hans eru óreglulegir, maðurinn er smámæltur og með öfugsnúinn limaburð. Vignir er hvítur á hörund og brosir bara á jólunum og þá við konu sinni.
Vignir var síðast klæddur í brúnan kúrekajakka með kögri á, níðþröngar gular hlaupabuxur og ljósbleika skyrtu með gullhnöppum. Á fótum hafði hann ljósrauð kúrekasígvél. Vignir þessi hefur réttindi til að æfa með Molduxum, en hefur ekki sést á æfingum um langa hríð. Athugið, hann á það til að stama í geðshræringu.
Þeir sem verða varir við ofangreindan bakvörð, vinsamlegast hafið samband við Hightower í Ráðhúsinu sem stjórnar leitinni.
Fyrir hönd Molduxanna,
Árni Egilsson yfirmaður í kjötsúpudeild, formaður þorrablótsnefndar og æviráðinn annálsritari.