Hvar er Stekkjarstaur ?
Í gær fengu nemendur í 1. – 3. bekk Árskóla heimsókn frá Möguleikhúsinu sem sýndu leikritið Hvar er Stekkjarstaur ? við góðar undirtektir nemenda.
Leikritið , sem er eftir Pétur Eggerz, segir frá því þegar það gerist eitt sinn að jólasveinninn Stekkjarstaur skilar sér ekki til byggða á tilsettum tíma þann 12. desember. Þegar aðalpersóna leikritsins, Halla, fer að athuga hvernig á því standi kemst hún að því að jólasveinunum er orðið svo illa við ysinn og þysinn í mannheimum að þeir hafa ákveðið að hætta að fara til byggða um jólin. Spurningin er hvort Höllu takist að fá þá til að skipta um skoðun.
Þetta kemur fram á Árskólavefnum en í tilefni Þemadaga ætla nemendur að vera duglegir við að skrifa þar inn fréttir af þeim dögum.