Hvar er þessi mynd tekin?
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
19.11.2014
kl. 08.54
Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri, sendi Feyki þessa mynd. Hann vantar upplýsingar um hvar hún muni vera tekin. Líklega er hún frá því um 1980, sennilega við afréttargirðingu Norðanlands.
Ef einhver af lesendum Feykis áttar sig staðsetningunni er sá hinn sami beðinn um að hafa samband við Berglindi á Feyki (berglind@feykir.is eða í s-4557176) eða Bjarna hjá Landgræðslunni (s-8560235).