Hver er maðurinn?

Svipaður sólpallur og heima hjá Konna. Mynd: Sælugarðar
Svipaður sólpallur og heima hjá Konna. Mynd: Sælugarðar

Eitt sinn fór Rúnar Már Sigurjónsson í hver er maðurinn með Konna (Konráð Þorleifsson) frænda sínum í einni rútuferðinni þegar að Rúnar spilaði með Tindastóli og það gekk svolítið erfiðlega að finna út úr því hver maðurinn var. Hugi Halldórsson, Króksari, greindi frá þessari sögu í hlaðvarpsþætti sínum Fantasy Gandalf í janúar 2020 en þá fékk hann Rúnar Má í spjall.

„Allar rútuferðir á sínum tíma með stólunum snerust bara um „hver er maðurinn“ báðar leiðir, það voru náttúrulega engir símar eða þannig þá,“ sagði Rúnar.

„Hver er maðurinn“ byrjaði rétt fyrir utan Krók, Rúnar fattaði ekki hver maðurinn var þegar þeir voru komnir suður, en hann hélt áfram að giska á norðurleiðinni og það var ekki fyrr en um nóttina sem Rúnar heyrði í Konna en þá var hann búinn að fatta að maðurinn var sólpallurinn heima hjá Konna.

„Já það voru margir svona eins og; Pappírspési og karlinn í tunglinu og eitthvað,“ sagði Rúnar.

Það væri gaman að vita hvort „hver er maðurinn“ sé ennþá spilaður í rútuferðum Tindastóls og ef ekki, þá leggur Feykir til að það sé gert.

/SMH

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir