Hvernig er hægt að reka Sveitarfélagið betur
Sveitarfélagið Skagafjörður biðlar nú til íbúa sem hafa hugmyndir um hvernig hægt væri að hagræða í rekstri sveitarfélagsins og nýta fjármuni þess sem best að láta nú ljós sitt skína.
Í tilkynningu frá sveitarstjóra segir að framundan sé krefjandi vinna við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2011 sem óskað er eftir samvinnu við íbúa um.
Þeir sem hafa hugmyndir um hvernig megi hagræða í rekstri Svf. Skagafjarðar eru vinsamlega beðnir að senda hugmyndir sínar á netfangið skagafjordur@skagafjordur.is en einnig er hægt að nýta sér sérstakt athugasemdaform á heimasíðu sveitarfélagsins www.skagafjordur.is