Hvernig var Skugga-Sveinn leikinn á Sauðárkróki?
feykir.is
Skagafjörður
14.10.2008
kl. 15.32
Jón Viðar Jónsson gagnrýnandi sem flestir kannast við af skelleggri leikhúsgagnrýni í gegnum tíðina lætur móðan mása í gagnrýni sinni í DV. Þar fá leikarar og stjórnendur Þjóðleikhússins að njóta leiðsagnar Jóns vegna uppfærslu á Macbeth sem Þjóðleikhúsið setur upp. Eftirtektarvert er að Jón vitnar í gamla frásögn Haralds Björnssonar á uppfærslu á Skugga-Sveini sem sett var upp í Gúttó á Sauðárkróki fyrir áratugum síðan.
Skemmst er frá því að segja að Jón Viðar sá ekki ástæðu til að gefa Þjóðleikhúsfólki neina stjörnu.
Hægt er að nálgast gagnrýnina á Macbeth http://www.dv.is/kritik/