Hvessir á ný síðdegis
Vindur er smám saman að ganga niður, þó varhugaverðir sviptivindar leynist enn á stöku stað til hádegis. Kólnar, einkum vestantil og frystir á fjallvegum. Samkvæmt vef Vegagerðarinnar er von á lægðabylgju síðdegis úr suðvestri og með henni hvessir aftur.
Hríðarveður verður víðast ofan 100-200m um landið vestanvert, en slydda eða bleytusnjór á láglendi. Frá því á um kl. 16-17 og fram undir miðnætti.
Vegir eru víða greiðfærir en þó er eitthvað um hálkubletti.
Veðurhorfur á landinu næstu daga, samkvæmt spá Veðurstofu Íslands.
Á miðvikudag:
Vestanlæg átt, 8-15 m/s, en hvessir V-lands síðdegis. Él víða um land, en bjart með köflum SA-til. Frost 1 til 11 stig, kaldast inn til landsins, en frostlaust syðst.
Á fimmtudag:
Vaxandi austanátt og lengst af úrkomulítið, en 15-20 m/s og fer að snjóa við S-ströndina um kvöldið. Frost víða 3 til 13 stig, kaldast til landsins.
Á föstudag:
Snýst í vestanátt og snjóar um land allt, en él með kvöldinu. Frost 0 til 5 stig.
Á laugardag:
Gengur í suðaustanhvassviðri með talsverðri úrkomu og hlýnandi veðri.
Á sunnudag:
Snýst í suðvestanátt með úrkomu í flestum landshlutum og kólnar heldur.