Hvessir eftir hádegi

Á Ströndum og Norðurlandi vestra er suðlæg átt 3-8 m/s og skýjað með köflum. Frost 4 til 14 stig. Hvessir eftir hádegi, þykknar upp og dregur úr frosti, 10-18 m/s í kvöld og rigning eða slydda. Suðvestan 13-20 og úrkomulítið á morgun. Hiti um frostmark.

Hálka eða snjóþekja er á flestum leiðum á Norðurlandi vestra.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag:

Suðvestan og vestan 10-18 m/s, hvassast NV-til. Víða lítilsháttar slydda eða snjókoma fyrir hádegi, síðan skýjað og úrkomulítið, en léttir til á A-helmingi landsins. Hiti kringum frostmark, en að 3 stigum við S- og V-ströndina.

Á fimmtudag:

Suðvestan 10-18 m/s og dálítil væta, en bjartviðri NA- og A-lands. Hiti 2 til 9 stig.

Á föstudag:

Sunnan 8-13 m/s og rigning, en þurrt NA- og A-til. Hiti 1 til 6 stig. Suðvestan og vestan 13-20 með éljagangi þegar líður á daginn og kólnar.

Á laugardag:

Ákveðin vestanátt með éljum, en þurrt að kalla A-lands. Frost 0 til 8 stig, mildast með S-ströndinni.

Á sunnudag:

Suðvestan 8-13 m/s með dálítilli rigningu eða slyddu S- og V-lands og hlýnar.

Á mánudag:

Útlit fyrir suðvestlæga átt með rigningu V-lands, annars úrkomulítið. Áfram milt í veðri.

Fleiri fréttir