Hvessir í kvöld
Vaxandi sunnanátt er Ströndum og Norðurlandi vestra í dag og skýjað að mestu, 13-20 m/s seint í kvöld og rigning með köflum. Suðvestan 8-15 fyrir hádegi á morgun og skúrir. Hiti 8 til 14 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á laugardag:
Suðvestan og sunnan 5-13 m/s. Skýjað að mestu en þurrt SV- og V-lands, en bjart veður annars staðar. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast NA-til.
Á sunnudag:
Sunnan 8-15 m/s, hvassast um landið V-vert. Súld eða rigning S- og V-til, en þurrt og bjart með köflum á N- og A-landi. Hiti 11 til 20 stig, hlýjast um landið N-vert.
Á mánudag:
Sunnanátt og rigning, en úrkomulítið NA- og A-lands. Vestlægari og skúrir um landið V-vert síðdegis. Hiti 9 til 18 stig, hlýjast NA-lands.
Á þriðjudag og miðvikudag:
Útlit fyrir að vind lægi á landinu. Víða þurrt og bjart á köflum, síst S- og V-til. Hiti 9 til 14 stig að deginum.