Í dag verða sagðar hundafréttir

Hundarnir tveir sem fengu að dvelja á Lögreglustöðinni á Króknum í dag og sagt var frá á Feyki.is eru komnir til síns heima. Höfðu þeir trítlað í bæinn frá Reynistað sem er 11 km frá Króknum. En nú er Nói týndur.

Hundurinn Nói stakk af úr hesthúsunum neðan Sauðárkróks eldsnemma í gærmorgun en hann er 4 ára gamall papillion hundur svartur og hvítur með pínu brúnu í.

Hann svarar nafni en er því miður ólarlaus segir Bryndís eigandi Nóa en hún biður þá sem hafa orðið varir við Nóa að hafa samband við sig í síma 6161762 eða dóttur sína Lydiu sem er með símann 8450660.

Nói er fundinn!

Fleiri fréttir