Í svörtum fötum á Blönduósi á laugardag

Hið annálaða stuðband Í svörtum fötum verður í Félagsheimilinu á Blönduósi laugardagskvöldið 11. apríl.

Hljómsveitin hefur þrisvar áður leikið í gamla heimabæ hljómborðsleikarans, Einars Arnar Jónssonar, og alltaf fyrir fullu húsi. Húsið opnar 23:00 og er aldurstakmark 16 ár. Til að koma í veg fyrir langar raðir verður forsala í Félagsheimilinu milli 17 og 18 á laugardaginn.

Fleiri fréttir