Íbúafundur á Hofsósi um verndarsvæði í byggð

Hluti þess svæðis sem fellur undir fyrirhugað verndarsvæði. Mynd:FE
Hluti þess svæðis sem fellur undir fyrirhugað verndarsvæði. Mynd:FE

Í dag, mánudaginn 17. september, klukkan 17:00 er boðað til íbúafundar í Höfðaborg á Hofsósi um verndarsvæði í byggð. Farið verður yfir stöðu verkefnisins og í framhaldi óskað eftir hugmyndum, umræðu og ábendingum varðandi það. Eru íbúar og aðrir áhugasamir hvattir til að mæta til fundarins og leggja sitt af mörkum til að móta verkefnið svo svæðið megi þróast í sátt við íbúa og umhverfi.

Lög um verndarsvæði í byggð voru sett árið 2015 og byggist verkefnið á þeim. Tilgangur laganna er að stuðla að verndun einstakra bæjarhluta í kaupstöðum og bæjum landsins með það að markmiði að vernda menningarsögulegt og listrænt gildi einstakra bæjarhluta um ókomna tíð ásamt því að bæta umhverfið og auka aðdráttarafl hverfa og bæjarhluta.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir