Íbúafundur um framtíð Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki

 

Vegna fyrirliggjandi tillagna um niðurskurð fjárframlaga til Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2011 hefur sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar, í samvinnu við Hollvinasamtök Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki, ákveðið að halda íbúafund um framtíð Heilbrigðisstofnunarinnar, mánudaginn 11. október nk., kl. 20, í sal Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra.

Á fundinn verður heilbrigðisráðherra boðaður ásamt öðrum þingmönnum kjördæmisins.

Framsögu á fundinum halda m.a. fulltrúar starfsmanna Heilbrigðisstofnunarinnar, sveitarstjórnar, Hollvinasamtakanna og fleiri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir