Íbúafundur vegna riðutilfellis í Vatnsneshólfi

Íbúafundur vegna riðu í Vatnsneshólfi verður haldinn nk. fimmtudag 26. febrúar kl. 20:30 í Félagsheimilinu á Hvammstanga. Samkvæmt vef Húnaþings vestra mun Jón Kolbeinn Jónsson, settur héraðsdýralæknir  í Norðvesturumdæmi, fara yfir málið og svara spurningum fundarmanna. 

Gunnar Ríkharðsson hjá Búnaðarsambandi Húnaþings og Stranda verður fundarstjóri.

Fleiri fréttir