Íbúum fjölgar í Skagafirði

Íbúum í Sveitarfélaginu Skagafirði fjölgaði um 50 á árinu 2008 og ef Akrahreppur er tekinn með í dæmið fjölgaði íbúum í Skagafirði öllum um 63.  Þetta er mikill viðsnúningur frá síðasta ári þegar íbúum fækkaði nokkuð.
 
Mest er fjölgun ársins á Sauðárkróki, en þar eru íbúar nú 2.598.  Nánari upplýsingar er að finna á vef Skagafjarðar.

Fleiri fréttir