Iðja-hæfing flytur í Furukot

Flutningur á Iðju-hæfingu var til umræðu á fundi byggðaráðs Svf. Skagafjarðar í gær en til stendur að flytja starfsemina úr núverandi leiguhúsnæði við Aðalgötu 21 í fyrrum leikskólahúsnæði við Sæmundarhlíð.

Byggðarráð samþykkti á fundinum að haldið verði áfram með vinnu við hönnun og undirbúning verksins. Stefnt er að því að framkvæmdir verði settar á fjárhagsáætlun 2015.

Fleiri fréttir