Ídráttur hafinn í Víðigrundarblokkirnar
Verktakar Gagnaveitunnar hafa nú hafið ídrátt ljósleiðara í íbúðir í Víðigrundarblokkunum. Stofnar voru lagðir inn í stigaganga sl. vetur og er ídrátturinn næsta skref í verkefninu.
Til að geta dregið ljósleiðarann inn í íbúðirnar og tengt hann í sérstakt inntaksbox, þurfa íbúar að skila inn yfirlýsingum til Gagnaveitunnar, þar sem þeir gefa fyrirtækinu heimild til þess að leggja ljósleiðarann inn í íbúðirnar.
Talsverður fjöldi íbúa gerði þetta sl. vetur, en enn eiga nokkrir íbúðaeigendur eftir að skila slíkum yfirlýsingum inn. Eru þeir beðnir um að gera það sem allra fyrst og koma því útfylltu og undirrituðu í afgreiðslu Ráðhúss Skagafjarðar.
Athugið að þeir sem eru í sveitarfélagsíbúðum þurfa ekki að skila þessu inn þar sem Gagnaveitan er með leyfi fyrir ljósleiðaralagningu inn í allar íbúðir sveitarfélagsins