"Innra öryggi í ólgusjó lífsins"
Sunnudaginn 1. júní mun Stefanía Ólafsdóttir flytja erindið „Innra öryggi í ólgusjó lífsins.“ Verður það flutt í stofu 201 í Fjölbrautaskólanum, kl 11:00-12:00. Aðgangur er ókeypis.
Innri spenna og kvíði eru tilfinningar sem margir þekkja af eigin raun. Stundum getur virst erfitt að upplifa öryggi og traust í heimi sem tekur sífelldum og hröðum breytingum. Óróleiki umheimsins getur yfirtekið hugarheim okkar og kallað fram spennu og streitu sem hafa áhrif á allt okkar líf og líðan.
Í fyrirlestrinum verður fjallað um leiðir til að byggja upp innra öryggi og traust, með það að markmiði að við getum staðið sterk, mitt í ólgusjó lífsins, og tekist á við allar áskoranir af innri styrk, hugarró og lífsgleði.
Nánari upplýsingar og skráning eru gegnum netfangið lotushus@lotushus.is eða í síma 662 3111 og á heimasíðunni lotushus.is.