Ísak Óli áfram styrktarþjálfari mfl.karla

Ísak Óli Traustason. MYND FACEBOOKSÍÐA KÖRFU.TINDASTÓLS
Ísak Óli Traustason. MYND FACEBOOKSÍÐA KÖRFU.TINDASTÓLS
Í framhaldi af fréttum frá körfuknattleiksdeild Tindastóls að Helgi Freyr yrði ekki áfram með stelpurnar segir að samningurinn við Ísak Óla Traustason hafi verið framlengdur sem styrktarþjálfari meistaraflokks karla.
 
Ísak Óli er Skagfirðingur í húð og hár alinn upp á Syðri - Hofdölum. Hann er með B.S í Íþróttafræði frá HÍ og M.ed gráðu í íþróttafræði. Hans starfar sem íþróttakennari í Árskóla ásamt því að vera tugþrautakappi. Ísak Óli à glæsilegan feril í frjálsum íþróttum og hefur orðið Íslandsmeistari í fjölmörgum greinum.
Ísak Óli er að hefja sitt þriðja tímabil sem styrktarþjálfari meistaraflokks karla.
Áfram Tindastóll!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir