Ísbjörninn á heimleið

Ísbjörninn hefur verið þveginn, strektur og fengið bótox í varirnar og er því reiðubúinn að snúa heim.

Nokkrum vel völdum aðilum hefur verið boðið að mæta á  lokaða athöfn í húsnæði Náttúrustofu NV að Aðalgötu 2 á Sauðárkróki, fimmtudaginn 20.nóv. kl. 16:oo. Tilgangur boðsins er að bjóða ísbjörninn af Þverárfjalli velkominn heim.
Það er Náttúrufræðistofnun sem mun afhenda Náttúrustofu NV björninn til varðveislu. Björninn verður síðan til sýnis laugardaginn 29. nóvember.

Fleiri fréttir