Ísbjörninn á heimleið
feykir.is
Skagafjörður
18.11.2008
kl. 08.20
Nokkrum vel völdum aðilum hefur verið boðið að mæta á lokaða athöfn í húsnæði Náttúrustofu NV að Aðalgötu 2 á Sauðárkróki, fimmtudaginn 20.nóv. kl. 16:oo. Tilgangur boðsins er að bjóða ísbjörninn af Þverárfjalli velkominn heim.
Það er Náttúrufræðistofnun sem mun afhenda Náttúrustofu NV björninn til varðveislu. Björninn verður síðan til sýnis laugardaginn 29. nóvember.