Íslandsmet hjá Helgu í Svíþjóð

Um síðustu helgi keppti Helga Margrét Þorsteinsdóttir í fimmþraut á sænska meistaramótinu innanhúss og gerði sér lítið fyrir og bætti eigið Íslandsmet í greininni um 87 stig. Gamla metið var 4.018 stig en samanlagður árangur Helgu á meistaramótinu var 4.205 stig sem tryggði henni annað sætið.

Árangur hennar í einstökum greinum var sem hér segir 

  • 60m - 8,86sek - 939 stig
  • Hástökk - 1,71m - 867 stig
  • Kúluvarp - 13,68m - 773 stig
  • Langstökk - 5,63m - 738 stig
  • 800m - 2:15,31sek - 888 stig

 /Norðanátt.is

Fleiri fréttir