Íslenska landsliðið lækkar eldneytisverð

Þrátt fyrir að íslenska landsliðið í handknattleik hafi lokið þátttöku á Heimsmeistaramótinu geta landsmenn fagnað í dag þar sem frammistaða þess í leiknum í gær gegn Brasilíu hefur áhrif á eldneytisverð í dag. ÓB og Olís bjóða lykil- og korthöfum afslátt í dag sem nemur markafjölda liðsins í leiknum.

Eins og þeir vita sem fylgjast eitthvað með boltanum léku Íslendingar gegn sprækum Brasilíumönnum, sem virtust líklegri til að landa sigrinum á kostnað Íslendinga. En strákarnir okkar stóðust mótspyrnuna og náðu yfirhöndinni áður en leiktíminn var úti og skoruðu alls 41 mark gegn 37. Því er 41 krónu afsláttur af eldsneyti hjá ÓB og Olís fram að miðnætti og hefur því bensínið lækkað úr 325,6 krónum, eins og verðið er á flestum stöðvum landsins, niður í 284,6 krónur og dísillinn að sama skapi úr 333,9 í 292,9 krónur. Takk Ísland!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir