Ístað fannst á afréttinum eftir rúm 20 ár
Magnús Gunnlaugur Jóhannesson frá Brekkukoti í Óslandshlíð fékk ístöð í fermingargjöf á ´sinum tíma frá afa sínum Magnúsi Hofdal Hartmannsyni og voru þau smíðuð af honum Í kringum 1990 týndust þau í göngum í Deildardal, en fundust aftur á dögunum, í mýri á afréttinum.
Þegar ístaðin týndust á sínum tíma rauk hesturinn fór út í buskann en kom til baka með einungis annað ístaðið. Þá var afinn Magnús látinn og saknaði Magnús alltaf ístaðsins. Magnús lamaðist síðan vegna vinnuslyss sem hann lenti í árið 2010 0g hefur því ekki haft tök á að skima eftir ístaðinu síðan. Um síðustu helgi kom ístaðið því heim aftur en þá hafði Þórir Árni á Háleggstöðum verið í eftirleit og dottið um eitthvað járn í mýri. Hann ákvað að toga þetta upp og sjá hvaða járn væri að finna í afréttinni. Upp kom ístaðið með ólinni og komst það í hendur eigandans sem varð að vonum glaður og mun geyma það á góðum stað eftirleiðis.