Íþróttafulltrúi verði í íþróttahúsi
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
06.05.2009
kl. 10.00
Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar hefur samþykkt fyrir sitt leyti að komið verði upp vinnuaðstöðu fyrir íþróttafulltrúa í íþróttahúsinu á Sauðárkróki enda sé hann forstöðumaður hússins.
Kostnaður er áætlaður 300 þúsund krónur sem rúmast innan fjárhagsáætlunar íþróttahússins.